Hér er listi yfir verð á bensíni í Evrópulöndum í janúar 2011.
Ef listinn er skoðaður sést að verðið er nokkuð áþekkt hér og víðast hvar – sums staðar aðeins lægra og sums staðar hærra.
En krónan okkar er auðvitað mjög veik, skattheimtan mikil og álagningin mun hafa hækkað.
Það er hins vegar ekkert sem bendir til annars en að verð á olíu verði áfram hátt – kannski er liðin tíð að það sé undir 200 krónum.
Þegar svona er hlýtur að vera ástæða til að flýta eins og hægt er upptöku annarra orkugjafa, tími hinnar miklu olíublekkingar er á þrotum eins og Ómar Ragnarsson bendir á í þessum pistli.