Það er enn verið að fabúlera um „hárrétt viðbrögð“ ríkisstjórnar Íslands við efnahagshruninu.
Jú – fram að þeim tíma hafði hún gert allt vitlaust.
Ríkisstjórnin. Seðlabankinn, bankarnir og Fjármálaeftirlitið stefndu landinu beint fram af hengifluginu.
En hvað með þessa „hárréttu“ ákvörðun.
Hún fólst í því að taka ekki ábyrgð á bönkunum.
Sannleikurinn er sá að hvorki ríkið né Seðlabankinn höfðu bolmagn til þess. Allt fram á haustið 2008 voru stjórnvöld að leita logandi ljósi að fjármagni til að dæla í bankana, en það fékkst einfaldlega ekki. Hið eiginlega hrun byrjaði reyndar þegar ríkið tók yfir Glitni. En sú aðgerð núllaðist út þegar allt hitt hrundi líka.
Samt eru að verða til einhver viðtekin sannindi sem segja að hér hafi verið á ferðinni einhver ógurleg stjórnviska.
Jón Daníelsson hagfræðingur við LSE notaði orðið heppni um þetta í viðtali í vetur. Það má kannski kalla það lán í óláni.
En