fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Sjötugur Domingo

Egill Helgason
Föstudaginn 21. janúar 2011 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Placido Domingo er sjötugur í dag. Hann er einn mesti tónlistarmaður sem er uppi, afrekalistinn er hreint ótrúlegur. Domingo var fæddur á Spáni en alinn upp í Mexíkó þar sem hann nam fyrst píanóleik. Söngferill hans hófst 1957, fyrst söng hann í Mexíkó, en 1968 söng hann sitt fyrsta hlutverk í Metropolitanóperunni í New York. Síðan er hann bundinn því húsi mjög sterkum böndum, enginn söngvari hefur opnað tímabilið þar oftar en hann.

Domingo hefur sungið 128 óperuhlutverk á ferli sínum, og síðustu árin hefur hann enn verið að bæta við sig hlutverkum þrátt fyrir aldurinn. Hann hefur hljóðritað allar óperur Verdis, en fjölhæfni hans er slík að hann syngur líka í Wagner. Auk þess hefur Domingo fengist við hljómsveitar- og óperustjórn – hann er listrænn stjórnandi óperuhúsanna í Washington og Los Angeles.

Síðustu árin hefur Domingo sungið mikið í Wagnersóperum, meðal annars í Niflungahringnum og Tristan og Ísold. Hér er hann í hinum stórkostlega þriðja þætti Parsifals:

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=RcU7Kr5Rg_I&feature=related]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?