fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Vandi Sjálfstæðisflokksins

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. janúar 2011 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggvi Þór Herbertsson spyr hvort allir blaðamenn séu vinstrisinnaðir og vísar í könnun frá Noregi.

Eins og Stefán Snævarr, prófessor í Noregi, sagði í Silfrinu um daginn eru Norðmenn og hafa verið talsvert til vinstri við Ísland.

Og ég held að þetta sé ekki hægt að yfirfæra á fjölmiðla á Íslandi. Yfirmenn þeirra hafa til dæmis löngum komið úr röðum Sjálfstæðismanna – þaðan eru til dæmis ritstjórar stærstu blaðanna. Hér hafa löngum setið hægristjórnir og fjölmiðlar verið þeim nokkuð leiðitamir.

Tryggvi er að velta fyrir sér hvers vegna málflutningur Sjálfstæðismanna fái ekki meiri hljómgrunn í fjölmiðlum.

Ég er svosem ekki viss um nema hann heyrist ágætlega, en Páll Vilhjálmsson fer kannski nærri um skýringuna. Innan Sjálfstæðisflokksins eru ennþá mörg óuppgerð mál.

Tryggvi var sjálfur hjá hinum fallna fjárfestingafyrirtæki Öskum Capital, það verður ekki séð annað en að fyrir Þorgerði Katrínu sé vandlifað í pólitíkinni vegna skuldamála eiginmanns hennar , Guðlaugur Þór er beinlínis með landsfundarályktun á bakinu um að hann skuli hætta á þingi, Bjarni Benediktsson hefur verið nefndur í sambandi við vandræðamál innan Glitnis og Illugi Gunnarsson er utan þings vegna rannsóknar saksóknara á peningamarkaðssjóðum Glitnis.

Það er kannski hægt að láta eins og ekkert sé, en þetta veikir flokkinn verulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?