Það var Mick Jagger sem varð þess valdandi að ég fékk mér fyrst jakkaföt.
Ég sá mynd af honum í gráum jakkafötum sem mér fannst svona líka smart.
En ég fór til ungs klæðskera sem þá var á Vesturgötunni og bað hann að sauma svona föt á mig. Klæðskerinn var Sævar Karl Ólason sem síðar stofnaði fræga búð.
Það gerði hann – fötin voru mjög flott. Ég tek fram að þá var ég ansi mjór.
Ég er eiginlega viss um að fötin sem Mick var í hafi verið Armani, varla neitt ófínna.
Ég á allavega erfitt með að tengja hann eða hina í Rolling Stones við Dressmann. En það skal viðurkennt að það er nokkuð vogað markaðsbragð af Norðmönnunum að fá þá til að auglýsa þennan fatnað.
En hvað verður þá um hina Dressmann mennina sem eru orðnir eins og heimilisvinir?