Furðuleg þessi saga um breska lögreglunjósnarann Mark Kennedy – alias Mark Stone –sem starfaði árum saman innan raða umhverfisverndarsinna.
Eitt er, og það er verulega skuggalegt, að lögregluyfirvöld skuli telja nauðsynlegt að hafa flugumenn innan slíkra samtaka.
Hvar eru þeir þá víðar? Hvað eru svona njósnir víðtækar?
Og svo er það framferði þessa náunga. Hann var býsna vel tengdur í kreðsunni, var meðal annars í mótmælum í Þýskalandi, Spáni, Hollandi, Írlandi – og Íslandi.
Nú er hann meðal annars ásakaður fyrir að hafa notfært sér konur í hreyfingunni kynferðislega – og þá hlýtur að vakna sú spurning að hvaða leyti það er taktík sem var komin frá yfirboðurum hans.
Það væri harla ógeðfellt.