fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Hæpið að kenna Palin um

Egill Helgason
Þriðjudaginn 11. janúar 2011 01:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er rétt að stjórnmálaumræða í Bandaríkjunum er óþolandi hatursfull.

Og að Sarah Palin er ekki sérlega geðslegur stjórnmálamaður – og sömuleiðis Glenn Beck.

En að kenna þeim um morðárásina í Arizona á laugardag er dálítið langt gengið.

Í raun er það ekki síður ógeðfellt en málflutningurinn sem þau eru sökuð um. Strax eftir atburðinn var farið að tengja Palin við hann.

En í raun og veru eru þessi tengsl ekki sýnileg – það er nákvæmlega engin sönnun fyrir því að umtöluð skotskífuauglýsing Palin hafi haft áhrif á morðingjann.

Bandaríkjamenn mættu kannski fremur spyrja sig spurninga um hina almennu byssueign í landinu. Hún er meginástæðan fyrir hinni háu morðtíðni í landinu. Hinum megin við landamærin í Kanada eru byssur ekki á almannafæri og morð eru miklu færri. Þeir sem hyggja á morð og ofbeldisverk geta með auðveldum hætti komist yfir skotvopn.

Það hefur komið fram að þingkonan sem var skotin, Gabrielle Giffords, hafi verið mótfallin takmörkunum á byssueign. Sjálf var hún eigandi Glock skammbyssu eins og morðinginn Jared Loughner. Palin er líka byssuóð og lætur taka myndir af sér með skotvopn. Í Bandaríkjunum þykir það sjálfsagt. Hvar annars staðar í vestrænu samfélagi þykir eðlilegt að fólk í þessari stöðu eigi skammbyssur og tali um það opinberlega?

ImageHandler

Skotskífuauglýsing Palin. Hún er kannski ekki geðsleg, en ekkert hefur komið fram sem tengir morðingjann, Jared Loughner, við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“