Það er mikil taugaveiklunin innan VG og skilaboðin misvísandi.
Þegar fréttakona sjónvarpsins ætlar að leita tíðinda af þingflokksfundi VG í gær fer Ögmundur Jónasson að snupra hana fyrir að tala ekki um málefni.
Fréttakonan vildi einfaldlega fá að vita hvort eitthvað hefði gerst á fundinum.
Svarið sem hún fær var að endingu að lyfta færi niður en hefði farið upp fyrr um daginn.
Þingflokksformaður VG segist ekki vita hvort órólegu þremenningarnir ætli að vera áfram í flokknum.
En þremenningarnir krefja hann um afsökunarbeiðni vegna orða sem hann lét falla.
Þingflokksformaðurinn segir að hann hafi ekki heyrt um neina afsökunarbeiðni.
Allt er þetta orðið frekar langdregið og fær kannski meiri athygli en ella sökum þess að það er ekki svo ýkja mikið annað í fréttum þessa dagana.