Jafnaðarmannaflokknum með Helle Thorning-Schmidt í forystu er spáð sigri í dönsku þingkosningunum í dag.
Nú eru að koma útgönguspár, og þær lofa góðu fyrir Jafnaðarmenn.
En eiginmaður Helle ætti að vita að það er varasamt að treysta á neitt í þessum efnum.
Hann heitir Stephen Kinnock og er sonur Neils Kinnock sem var formaður Verkamannaflokksins. Í kosningum 1992 var Kinnock spáð sigri. En sigurinn gufaði óvænt upp á síðustu stund – ég man að maður horfði furðu lostinn á kosningasjónvarpið þegar vonir Verkamannaflokksis urðu að engu.
Helle og Stephen kynntust annars í Belgíu þar sem þau voru bæði við nám í Evrópufræðum.
Þess má svo geta að Helle Thorning-Schmidt hefur verið gestur í Silfri Egils – það var árið 2007.
Helle Thorning-Schmidt, hugsanlega verðandi forsætisráðherra Danmerkur, og eiginmaður hennar Stephen Kinnock.