fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Sígildur vandi vinstri flokka

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. september 2011 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristin Halvorsen, formaður Sósíalíska vinstriflokksins í Noregi, ætlar að láta af embætti á næsta landsfundi flokksins. SV tapaði fylgi í sveitarstjórnarkosningunum í Noregi um helgina.

Halvorsen hefur verið formaður flokksins síðan 1997 og 2005 myndaði hún ríkisstjórn með Verkamannaflokknum. Það var í fyrsta sinn að SV var með í ríkisstjórn. Síðan hefur hún setið í ríkisstjórnum Jens Stoltenbergs forsætisráðherra, sem fjármálaráðherra frá 2005-2009 og menntamálaráðherra frá 2009.

Noregur er land sem líkt og undanþegið frá þeim efnahagsvandamálum sem við er að glíma annars staðar í heiminum. Það gerir auðvitað hinn mikli olíuauður. Norðmönnum hefur líka tekist að koma í veg fyrir að olíupeningarnir skapi óþarflega mikla þenslu í landinu. Almennt eru stjórnmál í Noregi mjög til vinstri – vinstri sjónarmið eru þar almennari en til dæmis á Íslandi.

Ríkisstjórnir Stoltenbergs hafa reynst vera farsælar, en flokkur Halvorsen hefur verið að tapa fylgi. Mest var fylgi flokksins 12,1 prósent í þingkosningum 2001, en 2009 var það komið niður í 6,2 prósent. Það féll enn frekar í sveitarstjórnarkosningunum nú um helgina. Vinstri armur flokksins er óánægður með hvernig flokkurinn hefur samlagast stjórnarháttum kratanna í Verkamannaflokknum. Þar er innan um fólk sem vill rótttækar breytingar á þjóðskipulaginu. Þetta er hinn sígildi vandi sem vinstri flokkar lenda í þegar þeir fara að taka ábyrgð á stjórnarháttum í kapítalísku hagkerfi – hinir rótttækustu flæmast burt, en eftir sitja hinir pragmatísku með tálgað fylgi sitt.

Og nú er jafnvel talað um að SV muni yfirgefa ríkisstjórnina – og þá hugsanlega opna dyrnar fyrir flokkunum til hægri.

Kristin Halvorsen ætlar að hætta eftir langa formannstíð hjá SV. Hún var gestur í Silfri Egils – mig minnir að það hafi verið 2004.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði