fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Framhald á deilunum úr Alþýðubandalaginu?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. september 2011 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhver leiðinlegasti og langvinnasti kafli í íslenskri stjórnmálasögu eru deilurnar sem geisuðu lengi í Alþýðubandalaginu. Þessi átök fengu mikið pláss í fjölmiðlum um langt skeið – deilendur voru líka mjög sannfærðir um mikilvægi þeirra.

Þær gengu í stuttu máli út á að þarna var fólk saman í flokki sem hvorki gat það eða vildi í rauninni.

Armarnir sem tókust á voru annars vegar undir forystu Svavars Gestssonar og hins vegar undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar. Í liði Svavars var meðal annars Steingrímur J. Sigfússon, en Össur Skarphéðinsson var í liði Ólafs Ragnars – þar til hann söðlaði um og gekk í Alþýðuflokkinn.

Um þetta var meira að segja skrifuð heil bók, Alþýðubandalagið – átakasaga eftir Óskar Guðmundsson. Sumt af því sem þar stendur virkar býsna spaugilegt nú aldarfjórðungi síðar.

Það gerðist svo eftir áralangar erjur milli þessa fólks – sem þoldi ekki hvert annað – að Alþýðubandalagið klofnaði. Annar hlutinn fór í Samfylkinguna, hinn hlutinn fór Vinstri hreyfinguna – grænt framboð.

Flokkanna sem nú starfa saman í ríkisstjórn. Og þá kemur í ljós að pólitísku átakalínurnar eru ekki endilega þær sem menn töldu í hinu mikla persónulega óþoli forðum tíð.

En það er athyglisverð tilgáta hjá Guðna Th. Jóhannessyni að erjurnar milli núverandi forseta og fjármálaráðherra eigi sér upptök þarna – Össur virðist reyndar vera á sama máli.

Í þá gömlu góðu daga: Ólafur Ragnar heldur ræðu þegar hann var formaður Alþýðubandalagsins, en Steingrímur J. og Svavar stinga saman nefjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði