fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Líf á Bókmenntahátíð

Egill Helgason
Laugardaginn 10. september 2011 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fór í Norræna húsið á Bókmenntahátíð. Heillaðist af mexíkóska ljóðskáldinu Alberto Blanco. Svo kom Nawal El Sadaawi og fyllti húsið. Það er hörkukona. Herta Müller sat að snæðingi í matstofunni – hún er smávaxin og fíngerð kona, en andlitið er markað af lífsreynslu. Eftir að hafa lesið bók hennar sem nefnist Andarsláttur á íslensku hef ég sannfærst um að hún er eitt af stórskáldum samtímans. Ræða hennar við upphaf hátíðarinnar var mögnuð.

Það er í raun gaman við Bókmenntahátíðina hvað hún er smá í sniðum. Það er að segja – maður kemst nálægt höfundunum. Ljósmyndasýning sem hangir í Norræna húsinu sýnir að þeir eru yfirleitt ekki af lakara taginu. Þar eru myndir af nokkrum fyrri gestum hátíðarinnar.

Þarna eru Günter Grass, J.M. Coetzee, Kurt Vonnegut, Margaret Atwood, Jose Saramango, Paul Auster, Ayaan Hirsi Ali, svo fáeinir höfundar séu nefndir. Og svo er mynd af Thor sem var nokkurs konar andlegur faðir hátíðarinnar.

Bókmenntahátíðin heldur áfram nú um helgina. Það gefst færi á að heyra í Ingo Schulze, einum helsta rithöfundi Þýskalands, og svo er annar sem ég held að sé mjög athyglisverður. Það er Horacio Castellanos Moya, höfundur frá El Salvador sem hefur neyðst til að flýja heimaland sitt, en einn áhugaverðasti höfundur Rómönsku-Ameríku um þessar mundir og er jafnvel talinn líklegur Nóbelskandídat þegar fram líða stundir.

Það er einnig skemmtilegt að bækur eftir höfunda á hátíðinni eru að koma út um þessar mundir, við fáum í kaupbæti þýðingar á góðum samtímabókmenntum. Bjartur gefur út Fásinnu eftir Moya og Radley-fjölskylduna eftir Matt Haig, Forlagið gefur út Franska svítu eftir Irene Nemirovksy og Adam og Evelyn eftir Ingo Schulze,  Ormstunga gefur út Andarslátt eftir Hertu Müller en áður er komin úr sagan Einmana prímtölur eftir Ítalann Paolo Giordano og svo tvær bækur eftir Vikas Svarup, Viltu vinna milljarð? og Sex grunaðir.

Horacio Castellanos Moya, landflótta stórskáld frá El Salvador sem kemur fram á Bókmenntahátíð um helgina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði