fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Nemirovsky – og Grossman

Egill Helgason
Fimmtudaginn 8. september 2011 16:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni í gær fjölluðum við um Franska svítu eftir Irene Nemirovsky, bók sem var næstum glötuð. Kom ekki út fyrr en sextíu árum eftir að hún var skrifuð, varð metsölubók og mun halda nafni höfundarins lengi á lofti.

Önnur bók sem við nefndum stuttlega til sögunnar er Líf og örlög eftir Vasily Grossman. Grossman var líkt og Nemirovsky gyðingur frá Úkraínu, hann var fæddur tveim árum síðar en hún, árið 1905.

Grossman varð fyrst frægur sem blaðamaður í stríðinu – hann skrifaði frásagnir af stórrorustum eins bardaganum um Moskvu, Stalíngrad, Kúrsk og Berlín.

Á þeim tíma var Grossman sanntrúaður stalínisti. En hann fór að bila í trúnni þegar Stalín hóf ofsóknir gegn gyðingum eftir stríðið. Grossman settist við að skrifa skáldskap, sagan Líf og örlög er feikilega breið lýsing og heimstyrjöldinni og fólkinu sem upplifði hana.

En þá var Grossman kominn í ónáð. Bækur hans fengust ekki útgefnar. Mikhail Súslov, hugmyndafræðingur Kommúnistaflokksins, á að hafa sagt við hann að Líf og örlög myndi ekki fást útgefin næstu tvö hundruð árin. KGB leitaði í íbúð Grossmans, gerði upptæk handrit og meira að segja borðann úr ritvél hans.

Fáir vissu líka af tilvist hennar. Grossman dó 1964, en loks tókst að smygla bókinni út úr Sovétríkjunum – þar hafði andófsmaðurinn Andrei Sakharov hönd í bagga – og hún kom út í Sviss 1980. Fyrsta útgáfan í heimalandinu leit ekki dagsins ljós fyrr en 1988.

Rétt eins og hjá Nemirovsky er þetta stórt og epískt verk – Nemirovsky skrifar í Franskri svítu um fall Frakklands árið 1940, Grossman um hildarleik heimstjaldarinnar – með stalínismann að bakgrunni. Persónurnar eru fjölmargar, það er verið að lýsa heilum þjóðum á umbrotatímum – og að nokkru leyti minna þau bæði á Tolstoj.

Vasily Grossman í heimstyrjöldinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði