fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Ekki óvinir

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. september 2011 16:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má vera að ekki henti Íslandi að ganga í Evrópusambandið. Það má líka vera að ekki sé rétti tíminn til að ganga í Evrópusambandið – að það séu óvissutímar í Evrópu og óvíst hvernig sambandið þróist.

Óvissan snertir aðallega evruna, evrusamstarfið gæti leyst upp þótt erfitt sé að ímynda sér að öll ríkin hverfi aftur til sinnar þjóðlegu myntar. Það gæti orðið til tvenns konar evra, ein fyrir hin stöðugu lönd í norðrinu, önnur fyrir ríkin í suðri. Það er líka möguleiki að Evrópusambandinu verið veitt meiri stjórn yfir fjármálum aðildarríkja – það myndi aðallega fela í sér að möguleikarnir á að ríkin lentu í miklum fjárlagahalla yrðu takmarkaðir.

En eitt mun líklega sannast í aðildarviðræðum Íslands, það að Evrópa vill Íslandi ekki illt – eins og oft hefur mátt skilja á umræðunni hér þar sem er stundum talað um Evrópu líkt og hún sé full af óvinaríkjum. Það er miklu nær að halda að við njótum almennt velvildar, þótt smá babb hafi komið í bátinn í hruninu. Til dæmis er altalað að Íslendingar fá sérlega góðar móttökur í þýska stjórnkerfinu – alveg sama hverju þeir taka upp á – og lika þótt þýskir bankar hafi tapað stórum fjárhæðum á hruni íslensku bankanna.

Það má líka eitthvað á milli vera – oflætis útrásartímans og þess andrúmslofts sem nú ríkir hjá lítilli, særðri og tortrygginni þjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði