Stjórnmálaprófessorinn Gunnar Helgi Kristinsson segir að það hafi ekki verið viturlegt hjá Alþingi að ákæra Geir H. Haarde.
Það má vera rétt hjá Gunnari. Málið klúðraðist í meðförum Alþingis – og líklega hefði sannleiks- og sáttanefnd verið betri leið.
En menn mega samt ekki alveg missa sig. Það er ekki hægt að að halda því fram að svart sé hvítt.
Í fréttinni á mbl.is er vitnað í Geir sem sagði:
„Við komum í veg fyrir að landið yrði gjaldþrota.“
En nei, það er ekki rétt. Geir var í hópi fólks sem setti Ísland á hliðina – og við eigum lengi eftir að súpa seyðið af því.