fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Afdrif Kvennalista innan Samfylkingar

Egill Helgason
Laugardaginn 3. september 2011 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er rætt á Facebook að megnið af Kvennalistakonum séu komnar út úr Samfylkingunni, eigi ekki heima þar lengur.

Á það má minna að það var hópur kvenna úr Kvennalistanum sem var einna mest áfram um að stofna Samfylkinguna.

En svo heltist Ingibjörg Sólrún úr lestinni – henni var kennt um efnahagshrunið.

Kristrún Heimisdóttir, samstarfskona hennar, hefur verið óánægð síðan.

Steinunn Valdís hvarf af þingi – hún fékk lítinn stuðning þegar mótmælendur sátu um heimili hennar. Nú er hún komin í vinnu hjá Ögmundi í Innanríkisráðuneytinu.

Guðrún Ögmunds datt út af þingi 2007.

Þórhildur Þorleifsdóttir fór inn í Stjórnlagaráð – hún hefur stundum talað um hvort ekki þurfi að stofna nýjan Kvennalista.

Í dag skrifaði ein Kvennalistakonan á Facebook:

„Þá er engin eftir…“

Það er reyndar ekki alveg satt, því Sigríður Ingibjörg Ingadóttir situr enn á Alþingi og það er jafnvel sagt að hún ætli að sækjast eftir varaformennsku í flokknum.

Flestar þessar konur voru á beinni framabraut fyrir nokkrum árum, þær höfðu mikil áhrif í Samfylkingunni, en það hefur breyst. Þá er spurning hvort þær hugsi sér til hreyfings með einhverjum hætti – og hvort þær hafi etthvert fylgi til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði