fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Norðurslóðasiglingar og Ísland

Egill Helgason
Föstudaginn 2. september 2011 20:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

G. Valdimar Valdemarsson er nýr bloggari hér á Eyjunni. Hann ritar mjög athyglisverðan pistil um hinar margumtöluðu norðurslóðasiglingar. Höfundurinn segir að líklega muni þessar siglingar ekki vera nema fáa mánuði á ári og þá á sérútbúnum skipum sem verða jafnvel í fylgd ísbrjóta:

„Það hlýtur því að vera keppikefli þeirra sem stunda svona siglingar að hámarka nýtingu þeirra skipa sem sigla norður fyrir.   Við skoðun á google maps á norðaustur siglingarleiðinni kemur í ljós að hún er c.a 5000 sjómílur ef siglt er frá Kirkenes í Noregi og til hafna austan við Beringssund.   Vegalengdin eykst um c.a 35-40% við að sigla til hafna á Íslandi.  Hafna sem reyndar eru ekki til, en eru í einhverjum tilfellum komnar á skipulag eða menn eru að velta fyrir sér að setja á skipulag.

Það blasir því við að nýting sérútbúinna skipa verður mun lakari ef siglt er alla leið til Íslands, en ef siglt er til hafna í Rússlandi, norður Noregi eða á Svalbarða.   Hvers vegna ættu skipafélög þá að velja það að sigla með dýr skip alla leið til Íslands til að umskipa vörum ef aðstaðan er fyrir hendi mun nær?  Rússar og Norðmenn eru komnir mun lengra í að skoða þessa kosti og eru með hafnir sem geta að miklu leyti tekið við umferðinni næstu árin og jafnvel áratugi.

Ég hef spurt menn um þetta sem ég tel hafa vit á og þeirra svör hafa öll verið á einn veg.   Skip sérútbúin til siglinga í ís munu aldrei sigla mílu lengra en nauðsyn krefur.  Til þess er tíminn allt of dýrmætur og skipin allt of dýr.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði