Að áeggjan vinar míns keypti ég Kindle.
Lestölvuna vinsælu.
Ég er búinn að lesa fyrstu bókina í græjunni – það er íslensk bók sem er ekki ennþá komin út.
Ég gat hlaðið bókinni inn í lestölvuna á pdf skjali.
Það er framför frá því að vera með bækur sem eru að koma út á lausum blöðum í útprenti.
Ég er samt ekki viss um hvernig mér finnst þetta. Er það sama lesnautnin og að handfjatla alvöru bók?
Bók er í raun ótrúlega merkileg uppgötvun. Hún er ekki beinlínis ný af nálinni – en það er eiginlega ekki hægt að betrumbæta hana.