Þórunn Sveinbjarnardóttir gerir óvenjulegan hlut þegar hún hættir þingmennsku á miðju kjörtímabili – af sjálfsdáðum.
En þetta hefur maður reyndar verið að heyra, að margir þingmenn gætu hugsað sér að hætta.
Hætta sjálfir.
Það hefur löngum verið talið óhugsandi í íslenskri pólitík.
En nú eru aðrir tímar. Hin pólitíska umræða er svo þrúgandi, ástandið í þinginu svo leiðinlegt og launin svo léleg að margir vildu helst komast burt.