fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Sighvatur: Meiri steypa?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. september 2011 08:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, skrifar grein um nýtt „hátæknisjúkrahús“ ´í Fréttablaðið. Sighvatur er býsna þungorður í garð þessarar framkvæmdar eins og lesa má:

„Nú segjast Íslendingar ætla að fara að steypa upp hátæknisjúkrahús? Utan um hvað? Utan um þann gamla og úr sér gengna tækjabúnað, sem fremsti spítali þjóðarinnar hefur að geyma? Þar sem gamall og um sumt úreltur búnaður t.d. til geislalækninga, rannsókna og skoðana hangir nánast saman fyrir vana, engir fjármunir fást til eðlilegs viðhalds og enn síður til endurnýjunar. Þar sem treysta verður á gjafir utan úr bæ til kaupa á ódýrari „hátæknibúnaði“ (sic!) eins og sjónvarpsskjáum, ómskoðunartækjum – já jafnvel borðum og stólum til þess að sitja á eða rúmum til þess að hvílast í!

Þar sem tugum sjúkrarúma, jafnvel heilu deildunum á Landspítalanum, þarf að loka ýmist tímabundið eða til langframa vegna þess að ekki eru til fjármunir til þess að borga starfsfólki laun? Í landi þar sem sérfræðingar, jafnvel í grunnþjónustugreinum hefðbundins spítalareksturs, fást ekki lengur til starfa og þeir, sem fengist hafa, eru margir hverjir sagðir vera á förum? Í borg þar sem ekki hefur verið hægt að tryggja allt að þriðjungi borgarbúa grunnþjónustu heimilislæknis? Ætlar þetta ríki að fara að kaupa steinsteypu fyrir hið minnsta fjörutíu þúsund milljónir króna til þess að byggja hátæknisjúkrahús? Umgjörð úr steinsteypu – utan um hvað?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði