Fjármálakerfið hefur vaxið heiminum algjörlega yfir höfuð, umsvifin í því eru svo langt yfir því sem raunhagkerfið stendur undir.
Þetta hefur ekkert breyst þrátt fyrir kreppuna sem hófst 2008.
Fjármálakerfið er stjórnlaust, það líkist helst spilavíti, og það ógnar stöðugleikanum í heiminum.
Stjórnmálin ráða ekkert við þetta.
Um þetta var merkileg grein í síðasta hefti Der Spiegel, þar var fjallað um hið eyðandi afl fjármálamarkaðanna.
En það varð ekki hrun í ágúst eins og margir höfðu óttast. Evrusvæðið lafir enn, neytendur í Bandaríkjunum eyddu aðeins meira en talið var, og markaðir eru að hækka.
Gálgafrestur?