fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Íslendingar og tækifærin í norðri

Egill Helgason
Laugardaginn 27. ágúst 2011 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er áhugavert að fylgjast með fabúleringum um tækifærin sem kunni að leynast í því fyrir Íslendinga ef siglingar hefjast um Norðurheimskautið.

Reyndar er staðan sú að þessar siglingar geta bara staðið í stuttan tíma á ári enn sem komið er – og verður svo líklega um langt skeið.

Þetta kort sem er af vef BBC sýnir vel hvernig þetta svæði lítur út. Tilkall Íslands til auðlinda þarna norðurfrá er ekkert. Við erum miklu sunnar en löndin sem teljast vera eiga strandlengju að Norður-Íshafinu.

Fyrir okkur eru ógnirnar eiginlega jafn miklar og tækifærin – hættan sem felst í því að stór olíuskip sigli framhjá Íslandi og að mengun fari úr böndunum á svæðinu. Það er reyndar mál alls mannkyns – lífríkið þarna norðurfrá er mjög viðkvæmt. Að sumu leyti hefði verið best ef hægt hefði verið að komast að sömu niðurstöðu um Norðurskautið og Suðurskautið – að þetta sé friðland.

Það hefur líka verið talað um að tækifæri okkar kynnu að liggja í umskipunarhöfn fyrir þessar siglingar. Það getur vel hugsast að þetta verði að raunveruleika einhvern tíma í framtíðinni, en það hefur líklega verið talað um að eins líklegt sé að slík höfn yrði í Noregi.

_54826114_arcticmaps

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði