Í nýjustu skáldsögu sinni, Kortinu og landsvæðinu, lýsir Michel Houellebecq Evrópu sem er breytt frá því sem nú er.
Það er ekki kreppa, fólkið hefur það ljómandi gott, en álfan er orðin eins konar þemagarður fyrir Kínverja sem koma og skoða hina gagnmerku evrópsku menningu.
Listaverkin og dómkirkjurnar.
Það má kannski setja lúxushótelbyggingar kínverska fjallaskáldsins á Íslandi í þetta samhengi.