fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Ingimar Karl: Landsbankinn, kvótinn og afskriftirnar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. ágúst 2011 20:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingimar Karl Helgason skrifar á vefinn  Smuguna um afskriftir á skuldum sægreifa og málflutning um kvótakerfið úr ranni Landsbankans. Í greininni segir meðal annars:

„Hversu mikið hefur þegar verið afskrifað hjá þessum blessuðum útgerðum? Man einhver eftir Magnúsi Kristinssyni? 30 milljarðar þar. Man einhver eftir Jakobi Valgeir? Líklega ekki minna en 20 milljarðar. Seinast en ekki síst má nefna Guðmund í Brimi? 20 milljarðar.

Hér erum við að tala um 70 milljarða króna sem þegar er búið að afskrifa hjá aðeins þremur útgerðarmönnum. Og þetta er næstum þrisvar sinnum það sem Landsbankinn fullyrðir nú að muni rýra lífskjör í landinu, verði reynt að auka réttlæti og jöfnuð með breytingum á kvótakerfinu. Eigum við að taka mark á svona málflutningi?

Það neitar því enginn að dregið hefur úr lífskjörum landsmanna eftir hrun. Enda voru þau að stórum hluta tekin að láni og getur fólk þakkað þetta bönkunum sem féllu og þeim sem bak við þá stóðu, líka á stjórnmálasviðinu. Hugmyndum um að breyta kvótakerfinu verður ekki kennt um það.

Afskrift Landsbankans á skuldum Guðmundar í Brimi, sem svo bent sé á, hefur haldið öllu sínu, er meiri en sem nemur heildarniðurfellingu stökkbreyttra íbúðalánaskulda venjulegra heimila.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna