Það er frumhvöt hjá þingmönnum að reyna að halda í sætið sitt. Og út frá því má oft skýra gerðir þeirra.
En þeir þingmenn sem nú sitja í skjóli flokkanna þurfa varla að kemba hærurnar inni á Alþingi miðað við það sem skoðanakannanir eru að segja.
Traustið á þinginu er í algjöru lágmarki, fólk trúir ekki að það vinni í almannaþágu, og það má ekki á milli sjá hvor nýtur minna álits stjórnin eða stjórnarandstaðan.
Líkurnar á uppstokkun í næstu kosningum aukast – hún varð ekki kosningunum stuttu eftir hrun, það var einfaldlega ekki tími til þess.
Það gætu verið miklar breytingar í vændum.