Í fáum löndum á kaþólska kirkjan jafn ljóta sögu og á Spáni – og er þó af nógu af taka.
Kirkjan stóð fyrir endalausum ofsóknum á tíma rannsóknarréttarins – gyðingar og márar voru reknir frá Spáni, meintir trúvillingar voru miskunnarlaust pyntaðir og drepnir. Landið var lokað inni í harðneskjulegri útgáfu af kristni þar sem andlegt frelsi var ekki til.
En alþýðu manna var skipulega haldið í fáfræði og hjátrú – svo stjórnskipun ríkisins yrði ekki haggað.
Svo gekk þetta lengi – í borgarastríðinu spænska stóð kirkjan náttúrlega með afturhaldinu, fasistunum og konungsinnunum. En náttúrlega hafði framferði kirkjunnar leitt til þess að hatur á klerkum var mjög útbreitt.
Eftir fall Francos hefur Spánn færst undan valdi kirkjunnar, það hefur meira að segja gengið svo langt að samkynhneigðir njóta mikilla réttinda í landinu.
Í þessu landi á páfinn ekkert annað skilið en byljandi þrumuveður.