Nú vilja menn grípa til alls kyns ráða vegna menningarnætur.
Ein hugmyndin er sú að hafa hana á sunnudegi, svo fólkið fari nú ekki að detta í það kvöldið áður.
Þetta er mjög íslensk umræða.
Minnir svolítið á þegar Ragnar Arnalds var fjármálaráðherra og lét loka Ríkinu fyrirvaralaust á föstudegi af því hann var hræddur um að fólk myndi drekka of mikið þá helgina.