fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Hvað er súrrealískt?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 18. ágúst 2011 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nánast öll ríki í Evrópu eiga aðild að Evrópusambandinu, utan þau sem eru að reyna að komast þangað inn.

Undantekningin er Noregur með sinn mikla olíuauð sem gerir hann að eins konar undanþágutilfelli meðal þjóða og Sviss með sína miklu fjármálastarfsemi sem stendur á gömlum merg.

Allar hinar þjóðirnar eru með eða vilja fara inn. Í mörgum þessara landa hefur verið mikil velmegun og það gengur bærilega, þrátt fyrir efnahagshremmingar undanfarinna ára.

Hvað vitum við sem þessar þjóðir vita ekki? Hví telja þær ekki súrrealískt að vera í ESB?

Nú má vel vera að það verði ljóst að loknum samningaviðræðum að það sé ekki heppilegt fyrir Ísland að ganga í ESB. Kannski verður samningurinn ekki nógu góður, kannski verður hin pólítíska staða ekki góð. Evran gæti vissulega hrunið, það gæti skollið á meiriháttar kreppa í Evrópu og kannski öllum heiminum. Við myndum ekki fara varhluta af henni hér – enda er efnahagslífið á Íslandi ennþá í rúst eftir hrunið 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

María Mjöll afhenti Macron trúnaðarbréf sitt

María Mjöll afhenti Macron trúnaðarbréf sitt