Eva Joly hefur talað um það hvað dómskerfi eiga miklu auðveldara með að dæma fátæka en ríka, fremur lágstéttafólk en hástéttafólk.
Þetta er að sannast í Bretlandi. Aðeins fáum dögum eftir uppþotin þar er farið að dæma óeirðaseggi af mikilli hörku.
Fjársvikarar ganga hins vegar lausir og þurfa ekki að óttast um sinn hag. Það er margsannað að hvítflibbaglæpir borga sig.
Og kerfinu hefur gengið dæmalaust illa að taka á hinum svívirðilegu símhlerunum sem tengjast Rupert Murdoch og fjölmiðlum hans.