fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Bjarni, landsfundurinn og ESB

Egill Helgason
Mánudaginn 15. ágúst 2011 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur árum var Bjarni Benediktsson þeirrar skoðunar að Ísland ætti taka afstöðu til Evrópusambandsaðildar, en nú hefur hann skipt um skoðun.

Það er í sjálfu sér ekkert að því. Evran er í alvarlegri kreppu og horfur í Evrópusambandinu ekki sérlega góðar. Það er fráleitt að ætla að sambandið muni liðast í sundur, en hins vegar kunna að verða breytingar á því.

Með þessum orðum Bjarna verður Evrópusambandsaðildin enn fjarlægari en áður – það er ljóst að hann er ekki síst að beina orðum sínum að landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður innan tíðar. Þetta gefur grænt ljós á mjög harðorðar ályktanir sem fundurinn mun örugglega samþykkja gegn ESB.

ESB-sinnar innan flokksins verða lítt áberandi á þessum fundi, enda erfitt að mæla fyrir aðild meðan ástandið á evrunni er eins og það er.

Og þetta kemur því sennilega til leiðar að Bjarni þarf ekki að hafa áhyggjur af formannssætinu. Harðir andstæðingar ESB, sem finnst hann vera óþarflega linur, munu kjósa hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk