fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Ofurlögga til Bretlands

Egill Helgason
Laugardaginn 13. ágúst 2011 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk stjórnvöld hafa kallað til bandaríska „ofurlöggu“, Bill Bratton frá Los Angeles, vegna óeirðanna í borgum Bretlands.

En þá ber svo við að Bratton segir að ráðast verði að undirliggjandi vandamálum – hann tekur ekki undir með þeim sem telja að óeirðirnar hafi verið einhvers konar „sport“, eða að hvítt fólk sé allt í einu farið að haga sér eins og svart fólk eins og einn jakkafatarasistinn orðar það.

Nei, Bratton segir að það þurfi að draga úr spennu milli kynþátta, að leiðtogar í bæjar- og sveitarstjórnum þurfi að beita sér meira á því sviði, að það þurfi fólk af fleiri kynþáttum í lögregluna. En hann segir líka að lögreglan þurfi meira fé og betri búnað, nokkuð sem George Osborne fjármálaráðherra tekur ekki í mál.

Bratton segir líka að það sé óráðlegt að beita handtökum í of miklum mæli til að ráðast gegn vandanum – það sé ekki lausn sem dugi til frambúðar. Dómstólar í Bretlandi vinna nú á næturvöktum við að dæma óróaseggi – en einnig er verið að beita ráðum eins og að vísa fjölskyldum þeirra sem tóku þátt í óeirðunum úr félagslegu húsnæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk