Grínistinn Nathaniel Tapley skrifar stórskemmtilegt opið bréf til foreldra Davids Cameron. Hann spyr hvort þeim hafi mistekist að kenna honum grundvallarsiðferði – nefnir að Cameron hafi verið í klúbbi í Oxford þar sem meðlimir fóru um og eyðilögðu eigu annarra.
Svo rifjar Tapley upp framferði þingmanna – félaga Camerons – sem víluðu ekki fyrir sér að skammta sér af peningum skattborgara í alls kyns munað.
Tarpley notar orð Camerons og tekur undir að sumir hlutar samfélagsins séu ekki bara brotnir – heldur líka sjúkir.