Það er eiginlega furðulegt hvað maður hefur orðið var við neikvæð viðhorf til Kvikmyndaskóla Íslands?
Er þetta vegna þess að hann er einkarekinn? Hann nýtur ekki velvildar í kerfinu eins og til dæmis Listaháskólinn. En ýmiss konar kvikmynda- og sjónvarpsgerð er öflug atvinnugrein í landinu.
Nú eru kvikmyndirnar sá tjáningarmáli sem er öflugastur í samtímanum og stendur næst ungu fólki. Það þykir sjálfsagt að hafa myndlistarskóla, leiklistarskóla og tónlistarskóla, jú, tækniskóla og iðnskóla og skóla sem útskrifa tölvufólk og viðskiptafræðinga.
Og hví þá ekki skóla sem er eins konar vagga íslenskrar kvikmyndagerðar?