fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Íslendingar, fiskneyslan og makríllinn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. ágúst 2011 16:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar hafa eiginlega aldrei kunnað að elda fiskinn sem þeir veiða – og svo er að sumu leyti enn.

Fiskur var hér soðinn í mauk og saltaður – nema bestu bitarnir af saltfisknum voru notaðir til útflutnings. Restin, mestanpart beinagarðar, var soðin og borin fram með fitu sem storknaði undireins á fiskinum.

Soðna ýsan í gamla daga var sérkennilegur matur, fisktægjur sem flutu um í potti. En þorsk borðuðu Íslendingar helst ekki og ekki skelfisk, rækjur eða humar.

Þeir veiddu einhver ósköp af síld, en samt er er ekki til nein hefð við matreiðslu síldar. Og loðnan hefur nánast synt hér upp í báta án þess að Íslendingar láti sér detta í hug að borða hana.

Það var ekki fyrr en alveg í lok síðustu aldar að Íslendingar hættu að eyðileggja fisk með því að ofelda hann. Að vísu kom tími þar sem fiski var drekkt í osta- og rjómasósum, en ég held að hann sé að mestu liðinn. Nýju fiskstaðirnir sem hafa sprottið upp á síðustu árum eru auðvitað miklu betri en þetta – en flestir eru þeir reyndar rándýrir.

Sushi hefur haldið innreið sína, hér ætti að vera nóg af góðu hráefni til að búa til sushi, en meinið er að hugmyndaleysi og einhæfni er allsráðandi á sushistöðum á Íslandi. Úrvalið er furðulega fábreytt – meira að segja í erlendum borgum sem eru lengst frá sjó fær maður betra og meira spennandi sushi en hér.

Nú er makríll farinn að synda nálægt Íslandi. Við erum að veiða mikið af honum – það er yfirlýst stefna að það eigi að vera sem mest til manneldis. Líklegt er þó að mikið af makríl verði áfram sett í bræðslu.

En uppi á landi eru lítil merki þess að við séum farin að veiða þessa fiskitegund. Hvar er makríllinn á matseðlum veitingahúsa? Skyndibitastaðir sem selja steiktan makríl? Sjónvarpsþættir þar sem er sýnt hvernig þessi fiskur er matreiddur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum