Í Mogganum er verið að skensa Vinstri græna fyrir að samþykkja ályktun um að Ísland gerist aðili að African-Eurasian Waterbird Agreement.
Samþykkt um verndun votlendissvæða.
En stundum verða menn að sjá stóru málin fyrir þeim smáu.
Kríur, spóar, heiðlóur, álftir, endur og keldusvín munu vonandi halda áfram að leita í íslenskt votlendi löngu eftir að allir eru búnir að gleyma Icesave.
Já, löngu eftir að við erum öll horfin.
(Og því miður er mikið til í því sem George Monbiot segir í Guardian. Þegar efnahagurinn er í húfi, þá heldur hernaður okkar mannanna gegn náttúrunni áfram.)
Myndin er eftir snilldarteiknarann Jón Baldur Hlíðberg. Hún sýnir keldusvín. Þvi miður er keldusvínið hætt að verpa á Íslandi, og er tvennu kennt um, framræslu mýra og ágangi minks. Flækingar sjást þó annað slagið hér á landi. Sjá heimasíðu Jóns Baldurs hérna.