Eina raunverulega lausnin á hinni langvinnu upplausn á fjármálamörkuðum er að menn viðurkenni þá staðreynd að það er útistandandi mikið af skuldum sem aldrei verða greiddar.
Eins og leikurinn er leikinn núna láta menn eins og staðið verði í skilum með skuldafarganið, en svo er ekki. Margir munu tapa – og það verður að viðurkenna það.
Bankar og fjármálastofnanir sitja á pappírum sem eru í raun verðlausir, en er samt verið að meta upp í topp. Að lokum tapast eitthvað af þessu, og það getur líka orðið högg fyrir lífeyrisþega, sparifjáreigendur og eigendur hlutabréfa.
En það er varla önnur leið út úr vandanum – hingað til hefur h0num verið fleytt áfram en það er spurning hvort nú sé ekki komið á einhvers konar endastöð.