Justin Bieber er viðkvæmt mál hjá Kára. Hann staðhæfir að sér þyki hann mjög leiðinlegur.
Og verður móðgaður ef maður staðhæfir til dæmis að hárið hans líti út eins og hjá Bieber.
Bieber-greiðslur eru mjög algengar meðal drengja á vissum aldri og svo setja þeir húfur á hausinn eins og hann gerir.
En fyrst og fremst er sagt að Bieber höfði til ungra stúlkna. Þetta gengur svo langt að nú stendur til að halda Bieber göngu í Reykjavík, til að krefjast þess að átrúnaðargoðið komi til Ísland og haldi tónleika.
Nú held ég að Kári verði hneykslaður.