Íslenska fótboltalandsliðið hefur nánast orðið banabiti margra þjálfara.
Ólafur Jóhannesson var frábær þjálfari hjá FH – hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá landsliðinu. Hið sama má segja um Ásgeir Sigurvinsson, Loga Ólafsson, Atla Eðvaldsson og Eyjólf Sverrisson.
Þetta eru allt prýðilegir þjálfarar, en verkefnið er erfitt. Væntingarnar til landsliðsins eru yfirleitt meiri en það getur staðið undir og óánægja gerir fljótt vart við sig þegar ekki vinnast sigrar yfir milljónaþjóðum – sem er í raun út í hött að krefjast.
Rúnar Kristinsson er að ná frábærum árangri með KR-liðið. Það væri algjör della hjá honum að stökkva á tilboð um að þjálfa landsliðið strax eftir fyrsta heila ár sitt sem þjálfari félagsliðs. Hann er á akkúrat réttum stað núna.