fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Bandaríkin og skattarnir

Egill Helgason
Sunnudaginn 31. júlí 2011 22:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég á talsvert af vinum í Bandaríkjunum. Flest er þetta ágætlega stætt fólk sem er í góðum störfum. Það er oft að kvarta undan útgjöldum – sérstaklega til heilsufars og menntunar. Það kostar mikið að mennta börn í Bandaríkjunum, almenningsskólar eru víða mjög lélegir og það getur hérumbil verið nauðsynlegt að setja börnin í einkaskóla ef á að tryggja þeim góða menntun.

Almenningsskólarnir eru auðvitað fjársveltir.

Og heilbrigðiskerfið bandaríska er það dýrasta og óhagkvæmasta í veröldinni.

Ég segi að eina ráðið gegn þessu sé að greiða hærri skatta – og oftast fallast Bandaríkjamennirnir á það að endingu.

Skattar í Bandaríkjunum eru lágir – og þeir hafa sjaldan verið lægri en einmitt nú þegar Rebúblikanar og Teboðshreyfingin fara hamförum gegn sköttum sem gætu lagst á ríkt fólk og stórfyrirtæki.

Samkvæmt þessari grein sem er skrifuð af Bruce Bartlett, sem hefur verið efnahagsráðgjafi í Hvíta húsinu, Bandaríkjaþingi og í fjármálaráðuneytinu, eru skattar í Bandaríkjum í sögulegu lágmarki. Alríkisskattar eru nú 14.8 prósent af þjóðarframleiðslu en voru 18,2 prósent í tíð Ronalds Reagans.

Skattar á fyrirtæki eru lágir og skattar sem auðmenn og ríkt fólk þarf að standa skil á eru furðu litlir. Kenningin hefur verið sú að ríkidæmi auðmanna myndi leka niður í lægri lög samfélagsins – en sú hefur varla verið raunin. Bartlett segir að tekjuskatturinn sem ríkið innheimtir af 400 ríkustu Bandaríkjamönnunum hafi verið 18,1 prósent árið 2008 og hafi lækkað úr 26,3 prósentum 1992.

Fyrir marga eru lágir skattar sýnd veiði en ekki gefin. Bandarísku vinir mínir þurfa að greiða marga hluti beint úr eigin vasa sem við borgum í gegnum samneysluna. Menn sleppa ekki svo glatt að borga fyrir heilbrigðisþjónustu eða menntun barna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum