Svona má að lokum settla málin í lýðræðisríki.
Axel Springer var blaðakóngur í Þýskalandi, gaf meðal annars út dagblaðið Bild. Í stúdentauppreisninni á sjöunda áratugnum var Springer mjög óvinsæll. Hann var harður andkommúnisti, byggði stórhýsi í Berlín þar sem hægt var að horfa yfir Múrinn.
Rudi Dutschke var helsti leiðtogi stúdentanna sem mótmæltu, meðal annars gegn veldi Springers. Dutschke var skotinn á götu 1968 og lést rúmum áratug síðar vegna sára sinna. Springerpressunni var kennt um að hafa magnað upp andúð á Dutschke og stúdentunum.
En nú eru þeir þarna saman, blaðakóngurinn og byltingarmaðurinn, á gatnamótum í miðborg Berlínar.