fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Ófrelsi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. júlí 2011 21:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fáum löndum sem ég hef komið til er jafn lítið úrval af matvöru frá smáfyrirtækjum og úr heimaframleiðslu og á Íslandi.

Maður fer um Evrópu og hvarvetna er hægt að fá alls kyns matvæli sem komin eru frá örsmáum framleiðendum – brauð, kökur, osta, hunang, grænmeti, ávexti, sultur, vín, safa. Sumt af þessu er selt á mörkuðum sem er að finna í borgum og þorpum um alla álfuna, en það er líka hægt að kaupa þessa framleiðslu við vegina – þar er hún oft auglýst. Í Grikklandi virðast allir framleiða sinn eigin ost. Það má í raun segja að sjálf matarmenning Evrópu byggi á þessu. Í Frakklandi er hinn fjölbreytti landbúnaður skilgreindur sem menningarverðmæti. Hver sveit hefur sinn mat. Það er sagt að til séu fjögur hundruð ostategundir í Frakklandi, en vegna þess hvað afbrigðin eru mörg eru þær í raun miklu fleiri.

Á Íslandi er flest sem maður kaupir komið frá stórum aðilum sem hafa tangarhald á markaðnum. Eftirlit með matvælaframleiðslunni hefur líka verið mjög strangt, of strangt myndu margir segja. Litlum framleiðendum er gert erfitt fyrir – vegna þessa er erfitt að nálgast landbúnaðarvörur sem ekki hafa farið í gegnum stóra kerfið. Maður getur farið um íslenskar sveitir og ekki fundið aðrar landúnaðarvörur en vakúmpakkað eða gaddfreðið kjöt í kaupfélaginu – eða því sem er eftir af þeirri stofnun.

Í ljósi þessa þykir mér afar ólíklegt að það séu lög frá Evrópu sem komi í veg fyrir heimabakstur á Íslandi. Nú er reyndar ljóst að það þarf að gera einhverjar kröfur til slíkrar framleiðslu – það getur ekki bara hver sem er farið að framleiða matvæli inni í eldhúsi hjá sér. En í meginatriðum hefur ríkt mikið ófrelsi í þessum efnum hérlendis – ólíkt því sem tíðkast víðast í Evrópu.

Annars fjallar Jón Frímann um þetta í bloggfærslu á síðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum