fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Framtíð byggðarinnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 27. júlí 2011 15:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef margsinnis skrifað um það sama og Hilmar Þór Björnsson arkitekt, að framtíð byggðar í Reykjavík liggi úti á Álftanesi. Þetta er í raun sáraeinfalt: Brú yfir Skerjafjörðinn tengir vesturborgina við Álftanes, þá er hægt að komast úr miðbænum og þangað á fáum mínútum og þaðan er stutt að aka í Hafnarfjörð. Með þessu yrði líka kominn hringvegur um höfuðborgarsvæðið – en nú má segja að umferðaræðarnar þar liggi í kross.

Það hefur held ég verið viðtekin hugmynd á Álftanesi að þar eigi að vera einhvers konar sveit í borg – en lega sveitarfélagsins er slík að það er varla stætt á  því til langframa.

Hinn möguleikinn er að höfuðborgarsvæðið haldi áfram að þenjast upp í átt til heiða, norður á Kjalarnes og suður í átt til Keflavíkur, en það er miklu óhagkvæmari kostur og verri fyrir borgarmyndina.

Hvað verður um flugvöllinn í þessu skipulagi er spurning. Kannski verður hann áfram á sínum stað – með tíð og tíma má minnka hann verulega. Bessastaðanes hefur reyndar verið nefnt sem ágætis staður fyrir flugvöll, það er furðu víðlent og í tengsl við brúarsmíð yfir Skerjafjörð mætti koma honum fyrir á Lönguskerjum. Þetta er þó framtíðarmúsík – en það sem Hilmar er að benda á í grein sinni er ekki rótttækt eða djarft, heldur einungis skynsemi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum