fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Ofvaxið Apple

Egill Helgason
Þriðjudaginn 26. júlí 2011 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef notað Apple tölvur frá því ég byrjaði að nota slík tæki. Var með Apple strax á níunda áratugnum, borðtölvur og síðar fartölvu sem nú myndi þykja ansi frumstæð.

Þá var þetta eins og maður væri í sérstökum klúbbi. Flestir voru með pc – það var voða margt sem ekki var hægt að fá á Apple.

Ég er enn með Appletölvu – ég hef ekki tölu á því númer hvað – og nú er ég líka kominn með iPhone. Konan mín á líka Appletölvu. Sonur minn telur sig hafa loforð frá ömmu sinni um að gefa honum iPad.

Við erum semsagt mjög Applevædd fjölskylda. Og nú er hefur verið tilkynnt að opnað hafi verið fyrir netverslun þar sem er hægt að kaupa alls konar dót fyrir Appletölvur og -síma. Mest af því er skelfilegur óþarfi. Ég hef farið í Applebúðir í London og New York – það eru leiðinlegustu staðir sem hægt er að hugsa sér.

Þetta er algjörlega hætt að vera sérviskulegt eða sérstakt – Apple er eins mainstream og hugsast getur. Þetta er orðið eitt af stærstu fyrirtækjum í heimi. Það dælir út nýjum varningi – maður er varla búinn að fá sér nýja gerð af tölvu eða síma áður en sú næsta kemur á markaðinn. Og jú, þetta eru fínar vörur – þær hafa aldrei brugðist mér. En það er samt eitthvað ofvaxið og græðgislegt við þetta.

Er kannski kominn tími á eitthvað annað?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum