Hér er merkilegt myndbrot, væntanlega úr sovésku sjónvarpi. Píanóleikarinn Emil Gilels að leika hina dásamlegu Arabesku op. 18 eftir Schumann á tónleikum í Moskvu 1977. Tónlistin streymir úr hjóðfærinu eins og silfurfljót – Gilels hafði einstakan hljóm.
Ég á þetta sama verk á hljómdiski með Gilels, það er safn af tónleikaupptökum á tveimur diskum – ég er farinn að þekkja hóstana í sumum lögunum. Sovéskir tónleikagestir voru áhugasamir og dyggir en þeir voru oft með kvef, sérstaklega á veturna.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=CIbhjC7IhsE]