Ofstækisvefurinn AMX hefur farið svo gjörsamlega yfir strikið síðustu daga að það verður vart séð að hann eigi viðreisnar von.
Í rauninni væri ráð fyrir Sjálfstæðismenn að reyna að fjarlægja sig frá þessu vefriti – það á líka við um fyrrverandi forystumenn í flokknum sem eru jafnvel grunaðir um að leggja þarna orð í belg.
Þarna er stunduð stjórnmálaumræða sem á ekki að sjást meðal heiðvirðs fólks.
Magnús Sveinn Helgason greinir þetta ágætlega í pistli hér á Eyjunni.
En það er víðar að ofstækið ríður ekki við einteyming. Hér er vefsíða sem nefnist Kryppa – hún telst líklega vera til vinstri – og býður upp á örlítið annars konar rugl.