fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Alveg ótímabært

Egill Helgason
Sunnudaginn 24. júlí 2011 22:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef verið fylgjandi því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri. Tel að hægt verði að finna lausn á málinu sem allir gætu sætt sig við. Þróun flugvélakosts er á átt til styttri flugbrauta og með bættu vegakerfi er miklu meira ekið á staði þangað sem áður var flogið.

En þetta er seinni tima mál. Það er ljóst að ekkert verður gert í þessu í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Það er ekki sérstök vöntun á íbúða- eða atvinnuhúsnæði í Reykjavík – bæði borg og ríki eru á kúpunni.

Því er skrítið að Ögmundur Jónasson sé að efna til óvinafagnaðar – ekki síst innan síns eigin flokks – með því að halda á lofti þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn.

Og það á sama tíma og stjórnlagaráð er að störfum við að móta reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Fyrir utan að formlega séð er þetta skipulagsmál innan Reykjavíkur – þótt vissulega komi það fleirum við.

En það er með hann Ögmund, það er stundum eins og honum fari að leiðast og þurfi að búa til einhver læti í kringum sig.

Þjóðin þarf að fást við ótalmörg erfið álitamál þessi misserin – það væri algjörlega að æra óstöðugan að bæta þessu við. Nógu er nú samfélagsumræðan herfilega erfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin