Amy Winehouse var hæfileikarík söngkona sem brann upp í algjöru tilgangsleysi, fórnarlamb fíkniefna og frægðar sem hún höndlaði ekki. Þegar leið á varð vegur hennar meiri í slúðurblöðunum en tónlistinni.
Þetta er döpur saga. Eins og sjá má í þessari frétt frá 2008 voru ýmsir búnir að vara hana við, þar á meðal Rollingarnir Keith Richards og Mick Jagger.
Sá síðarnefndi sagðist óttast að hún myndi deyja fyrir aldur fram.