Noregur er opið og frjálst samfélag sem hefur tekið lítinn þátt í átökum í heiminum. Norskir stjórnmálamenn hafa fremur verið í hlutverki friðflytjenda en hitt.
Þess vegna koma hinar lúalegu árásir í Noregi svo mikið á óvart. Hver gæti hatað Noreg nógu mikið til að standa fyrir slíkum morðárásum?
Norðmenn eru furðu lostnir sjálfir. Þeir eru fámenn þjóð – og stjórnmálamenn þar hafa ekki þurft að fara huldu höfði eða hafa lið lögreglumana í kringum sig.
Það kann að breytast eftir daginn í dag. Þetta eru sorglegir atburðir.