Ég tel mig þekkja ágætlega til í Grikklandi og get fullyrt að ef það er bara spurning um lífsgæði er betra að búa þar en til dæmis í Bolton eða Stoke.
Jú eða í Manchester eða Liverpool.
Það kann að vera kreppa í Grikklandi, en fótboltamaður eins og Eiður Smári myndi fleyta rjómann – eða viðsmjörið.
Grikkir eru skemmtilegt fólk, maturinn er góður, það er stutt á fallegar eyjar og strendur – og almennt séð hafa Grikkir miklu meiri klassa en Tjallarnir.
Nema kannski í fótboltanum – en það er fleira í lífinu en hann.