Ég skrifaði pistil fyrr í dag um að menn væru líklega full bjartsýnir varðandi siglingar um Norðurpólinn og fékk þau viðbrögð á vef sem fjallar um stjórnmál að ég vilji líklega selja Þingvelli.
Svona er stjórnmálaumræðan á Íslandi í dag. Maður verður dapur.
Verst er að þessi skrif bera handbragð manna sem hafa tekið þátt í stjórnmálum og fjallað um þau og ættu að vita betur.
En þeir virðast telja að aðstæðurnar séu slíkar að allt sé leyfilegt. Það séu engin takmörk lengur.
En norðursiglingarnar eru viðkvæmt mál – það er kannski vegna þess að í þeim felst blautur draumur um að Bandaríkin komi aftur með lið sitt á okkar svæði.